54. fundur
umhverfis- og samgöngunefndar á 145. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, föstudaginn 20. maí 2016 kl. 10:40


Mættir:

Höskuldur Þórhallsson (HöskÞ) formaður, kl. 10:40
Katrín Júlíusdóttir (KaJúl) 1. varaformaður, kl. 10:40
Haraldur Einarsson (HE) 2. varaformaður, kl. 10:40
Elín Hirst (ElH), kl. 10:40
Róbert Marshall (RM), kl. 10:40
Steinunn Þóra Árnadóttir (SÞÁ) fyrir Svandísi Svavarsdóttur (SSv), kl. 10:40
Vilhjálmur Árnason (VilÁ), kl. 10:40

Birgir Ármannsson boðaði forföll.
Ásta Guðrún Helgadóttir var fjarverandi.

Nefndarritari: Heimir Skarphéðinsson

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 10:40
Dagskrárliðnum var frestað.

2) 670. mál - meðhöndlun úrgangs og ráðstafanir gegn umhverfismengun af völdum einnota umbúða fyrir drykkjarvörur Kl. 10:40
Á fund nefndarinnar komu Páll Stefánsson frá Heilbrigðiseftirliti Hafnarfjarðar og Kópavogssvæðis, Árný Sigurðardóttir og Svava S. Steinarsdóttir frá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur, Lárus Ólafsson frá Samtökum verslunar og þjónustu, Bryndís Skúladóttir frá Samtökum iðnaðarins og Guðjón Bragason og Lúðvík Gústafsson frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga.

3) 669. mál - brunavarnir Kl. 11:20
Á fund nefndarinnar kom Lárus Ólafsson frá Samtökum verslunar og þjónustu.

4) 671. mál - öryggi raforkuvirkja, neysluveitna og raffanga Kl. 11:20
Á fund nefndarinnar kom Lárus Ólafsson frá Samtökum verslunar og þjónustu.

5) 673. mál - Vatnajökulsþjóðgarður Kl. 11:25
Á fund nefndarinnar komu Sveinbjörn Halldórsson og Skúli Haukur Skúlason frá Samút og Gunnar Valur Sveinsson og Anna G. Sverrisdóttir frá Samtökum ferðaþjónustunnar.

6) 638. mál - fjögurra ára samgönguáætlun 2015--2018 Kl. 11:55
Nefndin fjallaði um málið.

7) Önnur mál Kl. 12:05
Nefndin fjallaði um maðferð þingmannamála.

Fundi slitið kl. 12:05